154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[15:52]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég er hjartanlega sammála hv. þingmanni, það er gríðarlega mikilvægt að umgjörð samkeppnismála sé eins og best verður á kosið. Mitt ráðuneyti er nú að vinna með samkeppnisyfirvöldum að því að hrinda í framkvæmd tillögum Ríkisendurskoðunar um það hvernig efla megi samkeppniseftirlit á Íslandi. Einnig vil ég nefna að við erum að leggja lokahönd á neytendastefnu og markaðssetningarlöggjöf sem hefur verið lögð fyrir þingið og allt eru það liðir í að stórefla neytendavernd. Einnig hef ég staðið fyrir skýrslu sem veitir aðhald íslenskum fjármálastofnunum sem eru að skoða vaxtamun í samhengi við það sem gerist á Norðurlöndunum og nú erum við að fara að kynna nýtt fræðsluefni fyrir neytendur hvað varðar fasteignalán.